FUNDIR & VIÐBURÐIR

FUNDARHERBERGI

Fundaaðstaðan á hótelinu er kjörin fyrir minni hópa en getur rúmað allt að 60 manns . Fyrirtækjum stendur til boða að halda allt frá styttri fundum til marga daga ráðstefna í afslöppuðu umhverfi laust við mengun og streitu höfuðborgarsvæðisins.

Fundarsalurinn er á jarðhæð hótelsins en það getur rúmað allt að 60 manns í sæti. Stærð fundarsalsins er tilvalin fyrir fundi jafnt sem veislur af ýmsu tagi. Stór myndvarpi er á norður vegg salsins og hann er hægt að tengja við tölvur og DVD spilara. Gott hljóðkerfi er í salnum sem hægt er að tengja við hljóðnema er óskast. Þessi salur er einnig með sinn eigin útgang sem vísar út á bílastæði hótelsins.

Ef einhverjar spurningar brenna á þér hafðu endilega samband við söludeildina okkar, sales@ioniceland.is

BÓKA

FUNDIR

Brúðkaup

Haltu draumabrúðkaupið á ION

Það er margt sem þarf að huga að þegar slá á til brúðkaups, oftast en ekki er það kirkjan, salurinn, maturinn og brúðkaupsnóttin sem sem þarf að skipuleggja og huga að. Á Ion Adventure Hotel er allt þetta á einum og sama staðnum.

Hugmyndir tengd brúðkaupum á svæðinu:
Stór pallur á austurhlið hótelsins getur rúmað allt að 200 manns og svo er 60 manna salur inni á hótelinu.
Spa aðstaða sem sér til þess að brúðhjónin verða prúðbúinn á brúðardaginn.
Úlfljótsvatnskirkja er innan við hálftíma í burtu
Vinsælt er hjá útlendingum að gifta sig í Almannagjá
…og svo mætti lengi telja

Fyrir fleiri upplýsingar, endilega hafðu samband:
sales@ioniceland.is

…staður til að fagna á

…staður til að borða á

…staður til að skemmta sér

…og loks staður til að gista á

VIÐBURÐIR

Árshátíðir

 Mörg lítil og meðalstór fyrirtæki hafa haldið upp á árshátíðir sínar í salnum og boðið upp á ýmis konar ferðir yfir daginn til þess að stytta fólki stundirnar.

Listasýningar

 Frægir Íslenskir listamenn og hönnuðir hafa sýnt listaverk sína og jafnvel húsgögn um allt hótelið.

Hjólaferðir

Margir hjólahópar hafa lagt leið sína yfir Hengil á Nesjavallarleiðinni aðeins til þess að fá sér hádegismat á Silfru.

Concerts

The acoustics the the Norhtern Light Bar are something worth listening to.

Í boði eru nánast endalausir valmöguleikar, fyrir hvaða viðburði sem er. Hvort sem það er fyrir fyrirtækið, fjölskylduna eða vinina er alltaf hægt að finna eitthvað við allra hæfi á hótelinu eða í nánasta nágrenni hér