SILFRA RESTAURANT & BAR

Norðurlandaþjóðir hafa sterka matarhefð – hreina, einfalda, ferska og árstíðarbundna. Ný norræn matagerð sameinar ný hráefni með hefðbundnum hætti í bland við nýstárlegar áherslur.

 

PANTA BORÐ? SMELLTU HÉR

SKOÐA MATSEÐILINN

SILFRA

Veitingastaðurinn dregur nafn sitt af einu best geymda leyndarmáli okkar Íslendinga, gjánni Silfru sem er staðsett skammt frá hótelinu í Þingvallaþjóðgarði. Silfra er einn vinsælasti köfunarstaður á Íslandi og er jafnvel talinn vera einn af 10 flottustu köfunarstöðum heims. Ástæðurnar fyrir því eru margvíslegar en einna helst eru það vegna tærleika vatnsins er eitt besta útsýni sem fyrir finnst á jörðunni þar og ógleymanlegi blái liturinn sem umlykur þig ásamt hrauninu sem mótað hefur gjánna í aldanna rás. Eins og nafnið gefur til kynna er veitingastaðurinn innblásinn af gjánni sem kemur bersýnilega í ljós á þeim vegg hótelsins sem vísar til austur, en hann er bólstraður með þeim djúpbláa lit sem Silfra er einmitt þekkt fyrir.

Það er þó eitt sem hótelið og gjáin eiga sameiginlegt. Þau eru einmitt bæði staðsett á milli ameríku og evrasíu flekanna sem hafa í aldanna rás gliðnað í sundur og skapað einstakt umhverfi Þingvalla. Þegar þú gengur inn á veitingastaðinn blasir við þér teikning af aldamótaurriða sem einmitt er að finna í Þingvallavatni sjálfu. Urriðinn er merkilegur fyrir það leiti að hann lokaðist inn í Þingvallavatni í kjölfar seinustu ísaldar og settist þá niður í vatninu. Síðan þá hefur hann greinst í marga stofna víðsvegar um vatnið. Myndina teiknaði hins vegar Jón Baldur Hlíðberg sem er hvað þekktastur fyrir teikningar sínar úr íslenska dýralífinu. Þessi mynd var fyrst teiknuð sem hluti af veggspjaldi af íslenskum sjávardýrum sem hékk sælla minninga í flestum fiskbúðum landsins hér á árum áður.

Við öflum fanga í náttúrunni og viljum koma þér í tengsl við uppruna matarins. Enginn hluti ferlisins fram að því að afurðin kemur á diskinn hjá þér er okkur óviðkomandi. Við myndum milliliðalaust samband við bændur og fáum þá til að sérrækta afurðir. Við leggjum áherslu á fjölbreytt hráefni og einfalda matargerð þar sem fegurð hráefnisins fær að njóta sín. Með óvæntum samsetningum myndum við öðruvísi bragð. Yfirkokkar Silfru eru þeir Þráinn Freyr Vigfússon og Hafsteinn Ólafsson.

HÖNNUNIN

Falleg hönnun á veitingastaðnum og stórkostlegt umhverfið tengist fullkomnlega matargerðinni á Silfru. Allt frá nýveiddri Bleikju úr Þingvallavatni til Skyr brûlée mun opna augun þín á nýnorrænni matargerð. Silfra er opin öllum, ekki bara hótelgestum heldur öllum sem eiga leið um fallegu náttúruna. útsýnið á leiðinni er stórbrotið mundu því að njóta ferðarinnar ásamt matargerðarinnar á Silfru.

 

 

 

 

 

 


Matseðlar

Kvöldmatseðill

 

 

 

 

 

Verðlaun & Tilnefningar